Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

JÓLASKRAUT SEM STENST TÍMANS TÖNN
Skapaðu vandaða jólamuni á vönduðu stuttnámskeiði

Upplýsingar Lengd: 1 dagur Verð: 9.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Áhugavert jóla - stuttnámskeið þar sem fengist er við að saga út verkefni í tifsög tengdum jólunum bæði úr málmi og tré. Námskeiðið stendur yfir í þrjár klukkustundir og unnið er að fyrirfram ákveðnum verkefnum þar sem léttur jólaandi ræður ríkjum meðan nemendurnir takast á við að ná tökum á sjálfum sér og verkefninu. Ekki verður kafað djúpt í fræðin en nemandinn fær lámarks kynningu á tifsöginni og tilheyrandi fylgihlutum sem og öðrum tækjum sem unnið er með áður en ráðist er í úrlausn verkefnanna. Síðan veitir kennarinn nemendanum persónulega tilsögn meðan unnið er. Námskeið sem þetta er sett fram til þess að vekja áhuga handverksfólks á að vinna verkefni með tifsög úr efnum eins og trjám og afurðum þeirra, málmum allt að 5mm þykkum, plasti, leðri, pappír og tauefnum svo eitthvað sé nefnt. Bent er á að lengri námskeið eru ávallt í boði. Leitast er við að nemandinn fullklári verkefnin sem hann tekst á við eins og kostur er.

Þú munt læra

 Saga út tvö misstór tré “jólatré” úr Eastern red cedar (Juniperus virginiana). Yfirborð trjánna verður vírbustað í rennibekk og nemandinn
 hefur frjálst val um hvort hann setur tilfallandi olíu á trén eða ekki.  Saga út mismunandi jólaóróa úr  5 mm þykku birki.
 Óróarnir eru léttpússaðir á köntum, innan sem utan. Þá eru þeir olíubornir með hágæða olíu og borað fyrir upphengjuþræði 
sem límdur er í borgatið.   Saga út einn jólaóróa úr messingplötu, vinna kanta með þjöl, pólera óróann og hamra hann að lokum með kúluhamri.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

2018
Nóvember
15.-15.
Uppselt
sold out
2018
Nóvember
29.

4 laus pláss
9.500 kr.

17:30 - 20:30

Nánari upplýsingar

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
AllT hráefni er innifalið.

Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum  tifsögum, sagarblöðum og hráefni  fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar á Dalvegi.