Upplýsingar
Lengd:
3 dagar
Verð:
57.500 kr.
Þetta námskeið er óvirkt!
Lýsing á námskeiðinu
Silfursmíði I er fyrir byrjendur og þá sem vilja ná góðum tökum á silfursmíðinni en einnig mjög gott fyrir þá sem hafa þegar unnið eitthvað með silfur og vilja læra grunninn betur. Svana gullsmiður leggur mikið uppúr því að þátttakendur nái tökum á grunntækni silfursmíði og gefi sér tíma til að læra tæknina. Þannig eigi þeir möguleika á að byggja ofan á það og haldið áfram að smíða sjálfir. Áhugi, þolinmæði og tími er það sem þarf og með þessu námskeiði gefst kostur á að nema tæknina af mjög flinkum gullsmiði með mikla reynslu í faginu.
Þú munt læra
Kennd verða undirstöðuatriði silfursmíða s.s. sögun, formun og kveiking silfurs. Smíðaður verður hringur og smíðuð fattning utan íslenskan slípaðan stein sem kveikt verður á hringinn.
Næstu námskeið
Engin námskeið fundust
Nánari upplýsingar
Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi, allt hráefni í verkefnin líka s.s. Silfrið og steinninn.
ATH. FRÍ Á MIÐVIKUDEGINUM, HALDIÐ MÁNUDAG, ÞRIÐJUDAG OG FIMMTUDAG KL. 17-20 (stundum er í boði föstudagskvöld 17-21 og laugardagur kl. 10-15)
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum silfursmíðaverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í Rauðagerði 25 í Reykjavík.