Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

VÍRAVIRKI þjóðbúningar og skart
Þjóðlegt námskeið í silfursmíði

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 49.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Fyrir byrjendur og lengra komna.

Kennarinn hefur mikla reynslu í víravirki sem snýr bæði að þjóðbúningum og ekki síður að hönnun og smíði skartgripa með víravirki sem séreinkenni.
Þeir sem vilja geta smíðað nælu í þjóðbúningastíl eða eftir sínu höfði en aðrir geta valið einnig önnur verkefni og jafnvel fleiri en eitt.
Þátttakendur smíða alfarið og hanna sinn grip og fullklára verkefnið.


Þú munt læra

Nemendur gera víravirkis nælu eða hálsmen. Kornsetja, kveikja saman og forma silfur. 
Mikið unnið með tangir við formun og beygjun á silfrinu og því raðað saman í gripinn.
Gripurinn er þá kveiktur saman með gaslampa en allir þátttakendur gera það sjálfir og hafa fulla aðstöðu til að sinna silfursmíðinni frá A-Ö.
Loka frágangur s.s. pólering, hálsfesting fest á f. keðju, silfurkúlur brenndar upp og kveiktar á og ýmislegt annað.
Silfurkveiking er kafli út af fyrir sig og allir læra ferlið frá grunni ss. kveiking með gaslmapa, fluxi og slaglóði og hreinsun silfursins eftir kveikinguna.


Leiðbeinandi

Næstu námskeið

17-21 fös og 10-14 lau

Nánari upplýsingar

Kennari: Helga Ósk Einarsdóttir, gullsmiður
Fjöldi kennslustunda: 12 (ein helgi) 


Föstudaga kl. 17-21 og laugardaga kl. 10-14.
Hráefni
 í verkefnin er núna INNIFALIРséu þátttakendur að smíða hefðbundin verkefni (pakki af snittuðum silfurvír og utanbeygjuvír samsvarandi),  fyrir aukaverkefni þá er hægt að kaupa auka hráefni.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum silfursmíðaverkfærum og hráefni fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.