Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

SKRÁÐU ÞIG OG NÝR KAFLI HEFST Í ÞÍNU LÍFI
Auðvelt að skrá - 1-3 mánaða greiðsluskipting í heimabanka

NÁMSKEIÐ Í ALVÖRU HANDVERKI

Handverkshúsið hefur byggt upp vönduð námskeið í mörg ár og kappkostað að bjóða ávallt uppá bestu leiðbeinendur og þaulreynda í sínu fagi.  
Námskeiðin eru almennt kvöld eða helgarnámskeið, hnitmiðuð til að hjálpa fólki af stað í nýtt spennandi handverk.
 Framhaldsnámskeið og opnar vinnustofur einnig í boði til að styðja við þátttakendur, veita aðhald og læra nýja tækni.  
Öll aðstaða er til fyrirmyndar, alvöru verkfæri og vélar á staðnum og allt hráefni til að  hver einstaklingur njóti sín á öllum námskeiðum okkar.  
Námsmat nokkur hundruð þátttakenda síðustu 8 ár er okkar mælikvarði og hvatningin til að gera ávallt betur og betur.
ATH.  flest stéttarfélög greiða niður stóran hluta af námskeiðsgjaldi allra námskeiða okkar.