Upplýsingar
Lengd:
1 dagur
Verð:
17.500 kr.
Lýsing á námskeiðinu
Allir þátttakendur fá nokkur handbrýni til að vinna með en einnig eru prófaðar brýnsluvélarnar.
Mikilvægt er að nemendur komi með nokkra hnífa og skæri til að brýna á námskeiðinu.
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 8 manns til að tryggja góða kennslu og aðgengi að góðri aðstöðu.
Þú munt læra
Þú lærir brýnslu eldhúsáhalda s.s. hnífa, skæri og fleira.
Bæði er kennt á brýnsluvélum og handbrýnum s.s. vatnssteinum og demantsbrýnum.
Ýmisleg önnur fræðsla í meðhöndlun og hvað einkennir góð eldhúsverkfæri.
Næstu námskeið
Engin námskeið fundust
Nánari upplýsingar
Allt er innifalið í námskeiðinu þ.e. allar græjur og brýni útveguð en mælst er til að nemendur komi með nokkra hnífa og skæri til brýnslu.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
ATHUGIÐ! MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GREIÐSLA Á NÁMSKEIÐSGJALDI SÉ STRAX EFTIR SKRÁNINGU OG SÆTIÐ ER EKKI TRYGGT FYRR. KRAFAN BIRTIST Í HEIMABANKANUM (ef þú hefur ekki staðgreitt í Rauðagerði 25 í Reykjavík.)
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum brýnsluverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í Rauðagerði 25 í Reykjavík.