Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Tiffanýs námskeið í flóknari verkefnum
Lótusblómið og þrívíddarform eru tekin fyrir

Upplýsingar Lengd: 3 dagar Verð: 48.700 kr.

Lýsing á námskeiðinu

GLER - Tiffanys framhaldsnámskeið í tiffanys byggir á meiri skurði og flóknari samsetningum á minni glerstykkjum.
Lótusblómið er grunnstykkið í tækninni og Ólöf stefnir á lítinn og stærri hlut / skál sem er með þennan fallega karakter svipað og á myndinni (kertaljósið)
 Efnistök: Skurður, samsetning, tinun, litun.
Þetta námskeið er einu kvöldi lengra en grunnnámskeiðið til að ná tækninni vel og æfa hana í tveimur verkefnum.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Þú munt læra

Lótusblómið er sett saman úr mörgum litlum glerjum og því þó nokkur skurður og mikið af samsetningum.
Áfram er unnið er með marga liti af Spectrum gleri í verkin.  Hver og einn ætti að ná að gera tvö verkefni á námskeiðinu.
  Fleiri minni verkefni eru kynnt og prófuð vinnist til þess tími. 

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

17-20 fös og mán & 10-13 lau

Nánari upplýsingar

 Glerið, tinið og allt annað hráefni er innifalið í námskeiðsgjaldi. Verkfæri og annað sem til þarf verður aðgengilegt á námskeiðum.´
Ólöf ráðleggur um þau grunnverkefæri sem nemendur geta keypt að námskeiði loknu.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
ATHUGIÐ! MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GREIÐSLA Á NÁMSKEIÐSGJALDI SÉ STRAX EFTIR SKRÁNINGU OG SÆTIÐ ER EKKI TRYGGT FYRR.  KRAFAN BIRTIST Í HEIMABANKANUM
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum  verkfærum og hráefni  fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.