Upplýsingar
Lengd:
2 dagar
Verð:
64.500 kr.
Lýsing á námskeiðinu
Þetta námskeið er hugsað sem beint framhald af Trérennsli I.Grunnnámskeiðið fór vel í undirstöðuatriðin en á þessu framhaldsnámskeiði er hægt
að kafa aðeins dýpra í þetta skemmtilega áhugamál.Markmiðið er að byggja ofan á grunninn, ná betri tökum á rennijárnunum og skerpa á tækninni
.Þetta námskeið er jafnlangt Trérennsli I (17-21 á föstudegi og 10-16 á laugardegi) og hentar því eflaust vel þeim sem ekki hafa tök á að mæta
á lengra framhaldsnámskeiðið; Trérennsli - 6 skipti.Eins og á Trérennsli I þá eru öll tæki og tól á staðnum.Þátttakendur fá til afnota frábæra rennibekki
í fullri stærð, úrval af rennijárnum, aukahlutum, sandpappír og yfirborðsefnum.
Þú munt læra
Á Trérennsli I fór mestur tími í að ná tökum á undirstöðuatriðunum.Hér hefur þú tækifæri til að taka upp þráðinn og takast á við krefjandi
og skemmtileg framhaldsverkefni.Verkefni þessa námskeiðis er:• Kökudiskur á fæti, úr harðvið hússins.(Að því loknu er hægt að vinna frjálst, ef tími gefst).
Góð brýnsluaðstaða er á staðnum og því geta allir lært að skerpa á rennijárnunum eftir þörfum.Aðeins 4 nemendur eru á hverju námskeiði og því fá allir
góða athygli og frelsi til að vinna á sínum hraða.
Nánari upplýsingar
Kaffi og með því sem og bækur og gott andrúmsloft einkennir hóp sem hittist reglulega á vönduðu námskeiði í handverki.
Nýir öflugir rennibekkir sem ráða við stærri verkefni eru nú uppsettir í aðstöðunni tli að geta leyst framhaldsverkefni á þessu námskeiði.
Einnig nýtt úrval af patrónum og íhlutum til að læra mismunandi tækni við bekkinn.
Vinnustakkar, öryggisgleraugu og hlífar á alla á staðnum.
Námskeiðið er alltaf á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17-20 í þrjár vikur í röð, þeir sem vilja halda áfram á þessu námskeiði skrá sig þá aftur og halda áfram að þróa sig í þeim verkefnum sem henta þeim.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum renniverkfærum og 5-8% af rennibekkjum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar.