Upplýsingar
Lengd:
2 dagar
Verð:
68.500 kr.
Lýsing á námskeiðinu
Þetta námskeið er hugsað sem beint framhald af Trérennsli I.Grunnnámskeiðið fór vel í undirstöðuatriðin en á þessu framhaldsnámskeiði
skoðum við vinsælan undirflokk trérennslis: pennarennsli.Þetta námskeið er jafnlangt Trérennsli I (17-21 á föstudegi og 10-16 á laugardegi)
og hentar því eflaust vel þeim sem ekki hafa tök á að mæta á lengra framhaldsnámskeiðið; Trérennsli - 6 skipti.
Eins og á Trérennsli I þá eru öll tæki og tól á staðnum.Þátttakendur fá til afnota frábæra rennibekki í fullri stærð, úrval af rennijárnum,
aukahlutum, sandpappír og yfirborðsefnum.
Þú munt læra
Á Trérennsli I fór mestur tími í að ná tökum á undirstöðuatriðunum.Hér hefur þú tækifæri til að taka upp þráðinn og takast á
við krefjandi og skemmtileg framhaldsverkefni.
Á námskeiðinu ætlum við að:• Skoða mismunandi hráefni í pennarennsli• Kynnast aðferðum við undirbúning og samsetningu penna•
Prófa nokkrar gerðir yfirborðsefna• Renna nokkra mismunandi penna sem nemendur taka svo með sér heim(Að því loknu er hægt að vinna frjálst, ef tími gefst).
Góð brýnsluaðstaða er á staðnum og því geta allir lært að skerpa á rennijárnunum eftir þörfum.Aðeins 4 nemendur eru á hverju námskeiði og því
fá allir góða athygli og frelsi til að vinna á sínum hraða.
Næstu námskeið
Engin námskeið fundust
Nánari upplýsingar
Kaffi og með því sem og bækur og gott andrúmsloft einkennir hóp sem hittist reglulega á vönduðu námskeiði í handverki.
Nýir öflugir rennibekkir sem ráða við stærri verkefni eru nú uppsettir í aðstöðunni tli að geta leyst framhaldsverkefni á þessu námskeiði.
Einnig nýtt úrval af patrónum og íhlutum til að læra mismunandi tækni við bekkinn.
Vinnustakkar, öryggisgleraugu og hlífar á alla á staðnum.
Námskeiðið er alltaf á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17-20 í þrjár vikur í röð, þeir sem vilja halda áfram á þessu námskeiði skrá sig þá aftur og halda áfram að þróa sig í þeim verkefnum sem henta þeim.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum renniverkfærum og 5-8% af rennibekkjum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar.