Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Fyrir þá sem vilja vinna í leðri sem áhugamál
Hér er hægt að skapa úr leðri eftir þínu höfði

Upplýsingar Lengd: 10 dagar Verð: 108.000 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja hafa leðrið sem áhugamál eða til að vinna stærri verkefni úr leðri.
Byrjað er á fyrirfram skipulögðum smærri verkefnum sem Snorri velur af kostgæfni til að koma hópnum í gang og slípa til hópinn.
Eftir það taka við einstaklingsmiðuð verkefni þar sem hver þátttakandi velur sér verkefni eftir eigin höfði eða í samráði við Snorra.
Þessi löngu námskeið hafa sannað ágæti sitt í Silfursmíðinni og Húsgagnasmíðinni og margir hafa komið oft á slík námskeið.  
Það myndast góð hópastemmning og iðjan verður að dýpra áhugamáli þeirra sem taka þátt.

Þú munt læra


Hér er þetta ansi opið og hver og einn mun læra tækni og aðferðir sem henta þeim verkefnum sem hver og einn tekur sér fyrir hendur hverju sinni.
Námskeiðið hentar vel þeim sem  hafa klárað grunnnámskeið í leðri en einnig í boði fyrir laghenta og áhugasama um leður og sköpun almennt.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar


Varðandi tímasetninguna þá er unnið með tvö kvöld í röð x 5 lotur.   Þetta fyrsta námskeið á vorönn 2026 byrjar 5. og 6. janúar og 12. og 13. janúar.  Snorri velur með hópnum hvenær hentar  öllum að koma á næstu lotu osfrv.

Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum tálguverkfærum og brýnsluverkfærum m fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar.