Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

TRÉÚTSKURÐUR
Grunn- og framhaldsnámskeið í tréútskurði

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 21.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Tréútskurður hefur verið eitt vinsælasta námskeið okkar í mörg ár en um 200 manns hefur komið á þetta námskeið sem er frábært fyrir þá sem vilja byrja á þessu vinsæla handverki.
Allt er útvegað og þátttakendur þurfa engan grunn að hafa, aðeins mæta með opin huga og njóta námskeiðsins.
Friðgeir er lífskúnsler á yfirvegaðan hátt og hefur mikla reynslu (25 ár) í að miðla af þekkingu sinni.  Hann nálgast verkefnin með fólkinu og nálgast hvern og einn á þægilegan hátt.

Þú munt læra

Á grunnnámskeiðinu er skurðartækni kennd frá grunni og er fyrsta t verkefnið einfaldur bakki. Unnið er út frá kassalagaðri spýtu, kennt að draga mynstur, hvernig við berum okkur að á hverju stigi, umhirða á verkfærum, brýnsla, val á efni og fleira. Bakkinn er fullkláraður, olíuborinn og geta þátttakendur jafnvel byrjað á öðru verkefni.
 Framhaldsfólkið fær erfiðari verkefni úrlausnar og meira val í viðfangsefnum þ.e. það sem hentar hverjum og einum og óskir nemenda teknar til greina í verkefnavali.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum útskurðarverkfærum, brýnum og hráefni fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar á Dalvegi.