Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

TRÉÚTSKURÐUR
Grunn- og framhaldsnámskeið í tréútskurði

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 33.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Tréútskurður hefur verið eitt vinsælasta námskeið okkar í mörg ár en um 200 manns hefur komið á þetta námskeið sem er frábært fyrir þá sem vilja byrja á þessu vinsæla handverki.
Allt er útvegað og þátttakendur þurfa engan grunn að hafa, aðeins mæta með opin huga og njóta námskeiðsins.
Elsa  hefur nálgast þá skurðartækni sem norðmenn hafa tileinkað sér, mjúkar línur en oft litunartækni einnig notuð á verkin (sjá dökka spegilinn í myndasafninu).

Þú munt læra

Á grunnnámskeiðinu muntu læra að skera út litla fjöl í akantusstíl, sem hægt að nota sem skurðarbretti, skilti, ramma eða bara hvað sem er. Farið verður yfir val á útskurðarjárnum,  brýnsla og umhirða þeirra. Tekiningar verða færðar yfir á efnið og skorið út. Kennt verður Guðbrandsdals akantus frá Noregi en það er mikil dýpt í honum, stykkin eru einnig skorinn út að aftan til að fá fram meiri dýpt. Það verður farið lauslega yfir yfirborðs meðhöndlanir. 
 Framhaldsfólkið fær erfiðari verkefni úrlausnar og meira val í viðfangsefnum þ.e. það sem hentar hverjum og einum og óskir nemenda teknar til greina í verkefnavali.

Næstu námskeið

föstudag 17-21 og laugardag 11-16

Nánari upplýsingar

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum útskurðarverkfærum, brýnum og hráefni fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar á Dalvegi.