Upplýsingar
Lengd:
2 dagar
Verð:
43.500 kr.
Lýsing á námskeiðinu
Tréútskurður hefur verið eitt vinsælasta námskeið okkar í mörg ár en um 200 manns hefur komið á þetta námskeið sem er frábært fyrir þá sem vilja byrja á þessu vinsæla handverki.
Allt er útvegað og þátttakendur þurfa engan grunn að hafa, aðeins mæta með opin huga og njóta námskeiðsins.
Jón Adolf hefur mikla reynslu í bæði grunn og framhaldskennslu bæði hér heima og erlendis.
Þú munt læra
Á grunnnámskeiðinu muntu læra að skera út bakka. Farið verður yfir val á útskurðarjárnum, brýnsla og umhirða þeirra. Tekiningar verða færðar yfir á efnið og skorið út.
Það verður farið lauslega yfir yfirborðs meðhöndlanir og merkingu á hlutum.
Framhaldsfólkið fær erfiðari verkefni úrlausnar og meira val í viðfangsefnum þ.e. það sem hentar hverjum og einum og óskir nemenda teknar til greina í verkefnavali.
Næstu námskeið
2024
Október
11.-12.
Uppselt
föstudag 17-21 og laugardag 10-15
Nánari upplýsingar
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum útskurðarverkfærum, brýnum og hráefni fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í Rauðagerði 25 í Reykjavík.