Upplýsingar
Lengd:
10 dagar
Verð:
118.000 kr.
Lýsing á námskeiðinu
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa farið áður á námskeið í silfursmíði, hjá okkur eða öðrum eða hafa smíðað eitthvað úr málmum eða silfri.
Óli gullsmiður hefur unnið og framleitt skartgripi í mörg ár og unnið á tveimur stórum gullsmíðaverkstæðum á Íslandi. Einnig hefur hann kennt á mismunandi stigum en þetta námskeið er einhverskonar framhaldsnámskeið en samt er byggt áfram á grunntækninni sem ávallt þarf að viðhalda og allskonar nýjungum skotið inn s.s vírum, keðjum, steinum og allskonar skemmtilegu.
Þar sem þetta er fyrir fólk sem hefur áður prófað að smíða úr silfri þá byggir þetta líka meira á sjálfstæði einstaklingsins og hann velur meira þau verkefni sem hann vill smíða. Gefst líka meiri tími með leiðbeinanda til að hanna og undirbúa verkefnin áður en þau eru smíðuð.
Einnig gefur svona langt námskeið miklu meiri ró til að ná góðum tökum á tækninni og þá lærir maður miklu meira og á auðveldara með að halda áfram að smíða heima fyrir.
Tilvísun í þátttakanda fyrir nokkrum árum:
Ég sat nýverið hjá ykkur 10. vikna silfursmíðanámskeið (tilvitnun nemenda):
Eftir námskeiðið ræddum við nemendur örlítið saman um upplifun okkar af
námskeiðinu og vorum öll sammála því að það hefði komið okkur á óvart hversu
ótrúlega faglegt námskeiðið var. Kennarinn lagði sig fram við að kenna okkur
fagleg vinnubrögð og útskýrði hvert skref silfursmíðinnar af mikilli nákvæmni
og virtist þyrstur í að upplýsa okkur um eins mikið og hann gat á þessum stutta
tíma sem við höfðum.
Mig langar því að benda ykkur á að þið mynduð líklega græða helling á því að
gera námskeiðislýsinguna á heimasíðunni ykkar nákvæmari svo fram komi hversu
faglegt það er.
Hlakka til að koma á næsta námskeið!
https://youtu.be/1QLTBqlATB4
Þú munt læra
Óli leggur mikið upp úr því að nemendur geti haft frjálsar hendur í smiðinni en nái umfram allt góðum tökum á grunnþáttum í hefðbundinni silfursmíði.
Enn frekar á þessu langa námskeiði getur hver einstaklingur valið verkefnin eftir eigin höfði.
Bæði er unnið mikið silfursög og málsetningar en einnig fær loginn og klippurnar að ráða ferðinni, sköpunargleði hvers og eins ræður þó líka ríkjum.
Meira af tækjum og tólum verða í boði á þessu námskeiði s.s. málmvals (kennt að þynna efnið), ýmis málmforfmunartól.
Næstu námskeið
2025
Mar - Maí
19.-21.
Uppselt
KLUKKAN 17-20 á miðvikudagskvöldum
Nánari upplýsingar
Við skiptum gjaldinu til helminga, 50% gjald er greitt fljótlega eftir skráningu og restin þegar námskeiðið byrjar (eða umsamið ef hentar betur)
Handverksúsið skaffar allar græjur og þau grunnefni s.s. í póleringu, gaskveikinguna (ekki slaglóð) og allar hreinsunarvörur.
Nemendur koma með það silfur, slaglóð og íhluti sem þeir vinna sín verkefni úr en í boði er að kaupa efnispakka sem Óli Stef hefur valið (vír, plötur, slaglóð og steinn) á 20% afslætti (ca.15-19 þús. kr.)
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum silfursmíðaverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í Rauðagerði 25 í Reykjavík.