Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Brýnsla Rennijárn
Engin/n rennir listaverk án þess að brýna rennijárnin sín vel

Upplýsingar Lengd: 1 dagur Verð: 26.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Þetta námskeið er ætlað fyrir alla trérennismiði jafnt byrjenduri sem og lengra komna.

Miðað er við að nemendur komi með sín eigin rennijárn og brýni þau.

Kennt er á vélum frá Tormek sem eru sérhæfðar í slíka verkfærabrýnslu.  Mismunandi samsettar vélar með  hverfisteini, demantshjólum og leðurhjóli.

Aðstaða okkar er með nýjustu gerðir af brýnsluvélum og allskonar sérhæfðar stýringar fyrir rennijárnabrýnslu.

Þú munt læra

Nemandi lærir að brýna alla helstu flokka rennijárna og skilja form þeirra þe. hvernig þau virka.
"Æfingin skapar meistarann" svo enginn verður full útlærður eftir eina kvöldstund en hefur lært helstu aðferðir til að ná fullkomnun.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

2024
Nóvember
26.-26.
Uppselt
sold out
2025
Febrúar
04.

6 laus pláss
26.500 kr.

17-21

Nánari upplýsingar

Ætlast er til að nemendur komi með rennijárnin sín meðferðis til brýnslu. (einnig eru járn á staðnum ef þarf).
Vönduð rennijárn eru dýr og því mikilvægt að vernda þau vel og viðhalda biti með réttum aðferðum.  Auðvelt að eyðileggja stálið í járninu með röngum brýnsluaðferðum s.s. ofhitun.
 Stutt námsmeið sem þetta skilað sér því fljótt til baka fyrir utan hversu mikilvægt er að járnin býti ávallt vel  :)
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum brýnsluverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.
ATHUGIÐ! MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GREIÐSLA Á NÁMSKEIÐSGJALDI SÉ STRAX EFTIR SKRÁNINGU OG SÆTIÐ ER EKKI TRYGGT FYRR.  KRAFAN BIRTIST Í HEIMABANKANUM.