Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

GLER TIFFANY´S
Grunnnámskeið í glerlistaverkum

Upplýsingar Lengd: 1 dagur Verð: 44.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

GLER - Tiffanys Byrjendanámskeið í tiffanys sem veitir innsýn í þessa skemmtilegu gleriðn. Þátttakendur hanna og klára gluggaverk eða kærleiksskál.
 Efnistök: Skurður, samsetning, tinun.  
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Þú munt læra

Á námskeiðinu vinna þátttakendur að 30-40 cm stóru gluggaverki í mörgum litum. Kenndur er glerskurður en unnið er með marga liti af Spectrum gleri í verkin.  Hver og einn hannar mynd, sker formin, raðar upp í þ.t.g. platta og klára allan frágang undir tinun á verkinu sem er lokastigið.  Fleiri minni verkefni eru kynnt og prófuð s.s. að tina í kringum íslenskt náttúrugrjót, t.d. lyklakippur eða skart.  
eftir að við breyttum í tvö skipti þá mun Ólöf  hugsanlega bjóða upp á smíði á lítilli kærleiksskál  : )

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar

 Glerið, tinið og allt annað hráefni er innifalið í námskeiðsgjaldi. Verkfæri og annað sem til þarf verður aðgengilegt á námskeiðum.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
ATHUGIÐ! MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GREIÐSLA Á NÁMSKEIÐSGJALDI SÉ STRAX EFTIR SKRÁNINGU OG SÆTIÐ ER EKKI TRYGGT FYRR.  KRAFAN BIRTIST Í HEIMABANKANUM
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum  verkfærum og hráefni  fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.