Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Formun, munstugerð og hönnun á leðurslíðri
Hentar fyrir alla sem vilja skapa úr leðri en verkefnið er hnífaslíður

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 38.000 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Á þessu grunnámskeiði verður farið yfir grunn atriði í slíðurgerð.
Þátttakendur læra grunnatriði í leðurvinnu með tilliti til munstur- og slíðurgerðar.
Efni og öll verkfæri verða til staðar.
Þátttakendur þurfa að koma með hníf með sér sem á að smíða slíður fyrir

Þú munt læra

Skoðaðar verða mismunandi slíðuraðferðir fyrir allskonar hnífa enda enginn eins.
Mismunandi aðferðir hvernig hægt er að gera snið fyrir slíður
Hvernig á að færa munstur/teikningu af blaði yfir á leðrið og vinna það í leðrið
Þú mun læra að fella á slíðrið að hnífnum þínum.
Aðferðir við að sauma slíður saman og lokafrágang og yfirborðsefni sett á slíðrið.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

17-20 fös og 10-15 lau

Nánari upplýsingar

þetta námskeið er í grunninn hugsað fyrir þá sem komið hafa á námskeið í hnífasmíði og langar að sauma slíður utan um hnífinn.  Hentar einnig þeim sem langar að læra grunntækni í leðursaum og formun á leðri og geta því komið með hvaða hníf sem er á námskeiðið.
Grunn aðferðir og handtök við leðurvinnu,  munsturgerð í leður, notkun á verkfærum og hvað þarf að forðast við notkun á yfirborðsefnum
Eftir þetta námskeið ættu þátttakendur að geta haldið áfram að vinna með leður í víðara samhengi heldur en slíðurgerð.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga og kennarasambandinu.

Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum verkfærum og hráefni sem þarf til málmsmíðanna fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar í Rauðagerði.