Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Yfirgripsmikið dagsnámskeið í sköpun úr kopar og messing.
Hentar bæði smíðakennurum og áhugafólki um málmsmíðar

Upplýsingar Lengd: 1 dagur Verð: 24.500 kr.

Þetta námskeið er óvirkt!


Lýsing á námskeiðinu

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur. Verkefnin  sem tekin eru fyrir á námskeiðinu eru: unnið að lítilli lágmynd úr kopar, saga út óróa úr messing, þá er smíðaður fugl sem stendur á laufblaði hvorutveggja úr kopar. Farið er yfir grunnatriði í meðferð tifsagar, við sögun á málmum. Áhersla lögð á að nemendur fullklári verkefnin. Námskeiðið er 5  klukkustundir með frjálsum hléum til að nemendur geti nært sig og hvílt, spjallað og verslað.
Góð námskeiðsgögn fylgir þessu námskeiði þar sem kennari hefur tekið saman ýmsar gagnlegar upplýsingar tengt verkefnum námskeiðsins.

Þú munt læra

Verkefni I  Í verkefni I er unnið að lítilli lágmynd úr 1mm koparplötu þar sem einföld verfæri eru notuð til að móta myndefnið. Myndin er afglóðuð tvisvar sinnum og í lokin lögð í Vitrex lausn. Við loka yfirborðsmeðferð er lágmyndin lituð með eldi.
Verkefni II  Í verkefni II er sagaður út órói með tifsög úr 1mm messingplötu eftir sniði/máti frá kennara. Þá eru  kantar og brúnir snyrtar með þjöl og sandpappír. Að því loknu er málmurinn póleraður og síðan mótaður beint á málmbút með kúluhamri. Að lokum er hluturinn póleraður lítillega aftur. Loka yfirborðsmeðferð er með vaxi.
Verkefni III  Í verkefni III er Músarindill og laufblað sagað út með tifsög úr 1mm koparplötuplötu eftir sniði/máti frá kennara. Þá eru  kantar og brúnir snyrtar með þjöl og sandpappír. Því næst eru hlutarnir afglóðaðir og hreinsaðir í Vitrex blöndu. Þá eru mótaður  vængur og fjaðrir á fuglinn með aðferð sem er nefnd Chasing.  Og að sama skapi er laufblaðið formað. Þá er fuglinn silfurkveiktur á laufblaðið og litaður með brúnni patínu og laufblaðið með grænni patínu (kopargræna). Loka yfirborðsmeðferð er með vaxi.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

2020
September
12.-12.
Búið
sold out

12-17

Nánari upplýsingar

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga og kennarasambandinu.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum verkfærum og hráefni sem þarf til málmsmíðanna fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar á Dalvegi