Nánari upplýsingar
Kaffi og með því sem og bækur og gott andrúmsloft einkennir hóp sem hittist reglulega á vönduðu námskeiði í handverki.
Nýir öflugir rennibekkir sem ráða við stærri verkefni eru nú uppsettir í aðstöðunni tli að geta leyst framhaldsverkefni á þessu námskeiði.
Einnig nýtt úrval af patrónum og íhlutum til að læra mismunandi tækni við bekkinn.
Vinnustakkar, öryggisgleraugu og hlífar á alla á staðnum.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum renniverkfærum og 5-8% af rennibekkjum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar.