Lýsing á námskeiðinu
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði tifsagarinnar með áherslu á málmsögun. Sagað er út úr málmum eins og kopar, messing og járni. Járnlausu málmarnir eru ca. 0,10 mm til 1,0mm á þykkt en járnið 4 - 8 mm. Málmsögun í tifsög opnar sannarlega ævintýraheim handverksins hvort sem sagað er í járn eða járnlausa málma þar sem verkefamöguleikarnir eru fjölbreyttir. Námskeiðið felur í sér að fullgera smíðisgripina eins og kostur er sem tekist er á við. En margar leiðir eða möguleikar eru til þess. t.d. að forma smíðisgripinn frekar eftir sögun með hamri eins og kúluhamri og yfirborðs vinna hann hvort sem litað er með eldi, olíu, sýrum eða full pólera hann.
Þú munt læra
VERKEFNI
Helstu verkefnin eru: óróar úr messing, Laufblöð úr kopar, skál úr kopar, unnið með koparfólíu og smíðaður upptakari úr 6mm járni og fleira eftir því sem tími vinnst til.
Nánari upplýsingar
KREFJANDI námskeið þar sem nemendur fullvinna smíðisgripina að mestu.
Kennari les þó í nemandann,og velur verkefni við hæfi hverju sinni.