Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

HÚSGAGNASMÍÐI
Bæði handverkfæri og vélar notaðar í fjölbreyttri smíði

Upplýsingar Lengd: 8 dagar Verð: 108.000 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Gústav Jóhannssonhefur í mörg ár rekið eigið húsgagnafyrirtæki undir merkinu Agustav (nánar á agustav.com).
Á námskeiðinu verður lagt upp úr því að þátttakendur ráði vel við verkefnin og mun Gústav fara vel yfir allt ferlið í upphafi og kynnast hópnum. 
Smíðað verður fallegt box úr fallegum harðvið með einfaldari aðferðum en áður.  Þar sem fyrsta verkefnið mun klárast á nokkrum kvöldum
 þá er stefn á fleiri spennandi verkefni þar sem nemendur kynnast fleiri aðferðum og möguleikum við áhugamannasmíðar.
Námskeið fyrir þá sem vilja læra að nota handverkfæri og vélar við fínsmíði á ýmsum hlutum s.s. húsgögnum og nytjahlutum.

Kúnstin er að læra mæla, saga og hefla með ýmsum verkfærum sem henta hverju sinni og setja saman vandaðan hlut.
Mjög skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama því þeir kynnast mörgum hliðum á smíði með fjölbreyttum vönduðum aðferðum í góðu umhverfi.
Kennarinn kryddar mjög efnið með þekkingu sinni og fjöldi þátttakenda er stillt í hóf og hver hefur sína vinnuaðstöðu/hefilbekk fyrir sig allan tímann.

Þú munt læra

Að nota handverkfæri, ss hefla, sporjárn, sagir, og hin ýmsu mælitæki til trésmíða og nota vélar til að einfalda okkur smíðina.
Vandað námskeið í grunntækni við húsgagnasmíði þar sem kennarinn fer vel yfir tækni og leiðir að verkefnum.
Smíðaður er kassi/box sem  sem fyrsta verkefni og fleiri verkefni bætast við eins og tíminn leyfir.

Allt efni er innifalið og verkfæri útveguð.

Leiðbeinandi

Nánari upplýsingar

Vandað námskeið þar sem munir eru smíðaðir frá grunni.  
Skemmtilegt áhugamál sem skapar af sér bæði góðar stundir og fallega og nytsamlega hluti  :)
Unnið er með allskonar gerðir af heflum sem henta hverju sinni, sagir, sporjárn og ýmis mælitæki sem og vélar í vélasal okkar.
Nákvæmnisvinna sem er grunnurinn að vandaðri smíði og allir klára skemmtilegt verkefni. 
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. 
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum  handverkfærum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna 
 í Rauðagerði 25 í Reykjavík.