Lýsing á námskeiðinu
Hentar öllu fagfólki (smiði) og handverksfólki sem er vannt að vinna með eggjárnum, s.s. hefla, sporjárn, rennijárn, útskurðarjárn og hnífa.
Þú munt læra
BRÝNSLA - verkfæri
Brýnsla og stilling á handhefli, brýnsla á bor, siklingi, sporjárni, hnífum, skærum og fl.
Farið yfir val á verkfærum og meðferð þeirra.
Efnistök: Heflar, hnífar, útskurðarjárn, borar, axir, sporjárn og siklingur.
Nánari upplýsingar
Allt er innifalið í námskeiðinu þ.e. allar græjur og efni útvegað en mælst til að nemendur komi með sín verkfæri til brýnslu.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum brýnsluverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar á Dalvegi.