Upplýsingar
Lengd:
2 dagar
Verð:
34.500 kr.
Lýsing á námskeiðinu
Hentar öllu handverksfólki, kennurum og fagfólki (smiði) sem er vannt að vinna með eggjárnum, s.s. hefla, sporjárn, rennijárn, útskurðarjárn og hnífa.
Brýnslan er það mikilvægast í að ná góðum árangri með verkfærin sín og mjög mikilvægt að rétt sé á málum haldið við hvert verkfæri.
Bæði er kennt á mismunadi brýnsluvélar frá Tormek s.s Vatnssteina, leðurhjól og demantshjól. Einnig er farið vel í vélarlausa brýnslu með steinum og demanti.
Þú munt læra
BRÝNSLA - verkfæri
Brýnsla og stilling á handhefli, brýnsla á bor, siklingi, sporjárni, hnífum og fl.
Farið yfir val á verkfærum og meðferð þeirra.
Efnistök: Heflar, hnífar, borar, axir, sporjárn og siklingur.
Næstu námskeið
Engin námskeið fundust
Nánari upplýsingar
Allt er innifalið í námskeiðinu þ.e. allar græjur og efni útvegað en mælst til að nemendur komi með sín verkfæri til brýnslu.
Námskeiðið er á persónulegu nótunum og allir geta komið með sínar hugsanir og verkfæri til að leysa úr á námskeiðinu.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum brýnsluverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar í Rauðagerði