Lýsing á námskeiðinu
Að nýju höldum við námskeið í hnífasmíði sem Jói byssu- og hnífasmiður heldur hjá okkur en aðeins eitt verður haldið í vetur.
Hnífur verður fullsmíðaður á námskeiðinu en hver hannar sinn hníf eftir eigin höfði með ráðgjöf frá leiðbeinanda.
Jói gefur góða leiðsögn um val á hráefni í hnífasmíðina í upphafi.
Þú munt læra
Athugið að hnífsblaðið sjálft er ekki smíðað á námskeiðinu heldur er það keypt tilbúið áður eða komið með hnífblað sem þið eigið.
Byrjað er á fræðilegum hluta um samsetningu á hnífum, hnífagerðir og val á stáli í hnífsblöðum.
Hnífsblað undirbúið fyrir skeftissmíði, valið er saman efni i blað og sett saman og límt og látið bíða í þvingum yfir nótt.
Seinni daginn eru hnífarnir teknir úr þvingum, farið yfir form á skeftinu og það unnið niður, formað með þjölum og farið í alla frágangsvinnu.
Ýmis efni má nota í skeftið s.s. tré, horn, plast, málm og önnur millilegg til að auka karakter og einkenni.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum handverkfærum, hráefni og hnífsblöðum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í Rauðagerði 25 í Reykjavík.
Nemendur fara allir með sinn hníf fullkláraðan heim af námskeiðinu.
ath. leðurslíður er ekki saumað á námskeiðinu.
Næstu námskeið
Kennt er frá kl. 18 - 22 á föstudeginum og 10-15 á laugardeginum
Nánari upplýsingar
Athugið að hnífsblaðið og hráefni í skeftið er ekki innifalið námskeiðsgjaldinu en Jói getur aðstoðað við valið eða starfsfólkið í Handverkshúsinu.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum handverkfærum, hráefni og hnífsblöðum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í Rauðagerði 25 í Reykjavík.