Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Silfursmíði gróft & brennt
Silfursmíði gróft & brennt hjá Svönu gullsmið

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 38.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu


Lýsing á námskeiðinu

Silfursmíði gróft & brennt er  fyrir byrjendur og þá sem eru áhugamenn í silfursmíði og vilja læra að nota logann til að breyta formi silfurs með ýmsum hætti.
Að bræða og bretta silfur hefur verið þekkt á Íslandi í tugi ára og stundum nefnt Jens aðferðin.  
Hilmar leggur mikið upp úr því að nemendur geti haft frjálsar hendur í smiðinni og læri þessa skemmtlegu aðferð, gróft & brennt, sem er frjálslegri en hefðbundin silfursmíði.
Ekki er unnið mikið með silfursög og nákvæmar málsetningar heldur fær loginn og klippurnar að ráða ferðinni og sköpunargleðin ræður ríkjum.

Þú munt læra

Námskeiðið byggir á hönnun og smíði á nokkrum skartgripum sem þú hannar og smíðar eftir þínu höfði eða eftir sýnishornum á staðnum s.s. meðfylgjandi myndum þessa námskeiðs.
Tæknin sem er sérstaða þessa námskeiðs nefnis "bræðum og brettum" þar sem loginn er notaður við að breyta formi og áferð silfursins.  Einnig er farið í allan grunn í silfurkveikingu, formun á silfrinu í mismunandi skargripi og allan frágang s.s. slípun og póleringu.
Einnig er kveiking á silfurfattningum og ísetning á skornum steinum kennd og þú framkvæmir.

Næstu námskeið

2023
Maí
29.-30.
Búið
sold out

17-20 mán og þri

Nánari upplýsingar

Grunn hráefnispakki er innifalinn í námskeiðsgjaldinu sem nemendur fá til að vinna úr á námskeiðinu.  Efnispakki sem nemur silfurplötu, steinafattningu og zirkonsteini í einn hring og/eða hálsfesti, sjá einfaldan hring og hálsmen á myndum.
Þeir sem vilja smíða fleiri muni geta einnig keypt meira hráefni á staðnum.

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir. 
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum silfursmíðaverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.