Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Gæðahópur fyrir fólk með silfursmíði sem áhugamál
Gæðastund fyrir þig í nýrri kennslustofu á efri hæðinni : )

Upplýsingar Lengd: 10 dagar Verð: 118.000 kr.

Lýsing á námskeiðinu


Námskeiðið er fyrir þá sem hafa farið áður á námskeið í silfursmíði, hjá okkur eða öðrum eða hafa smíðað eitthvað úr málmum eða silfri.
Helga gullsmiður hefur unnið og framleitt skartgripi í mörg ár og hafa skartgripir hennar t.a.m. mótast af víravirkistækninni góðu.  Einnig hefur hún kennt hjá okkur í nokkur ár og
 er þetta námskeið einhverskonar framhaldsnámskeið en samt er byggt áfram á grunntækninni sem ávallt þarf að viðhalda og allskonar nýjungum skotið inn s.s vírum, keðjum, steinum og allskonar skemmtilegu.
 Þar sem þetta er fyrir fólk sem hefur áður prófað að smíða úr silfri þá byggir þetta líka meira á sjálfstæði einstaklingsins og hann velur meira þau verkefni sem hann vill smíða.  Gefst líka meiri tími með Helgu til að hanna og undirbúa verkefnin áður en þau eru smíðuð.
Einnig gefur svona langt námskeið miklu meiri ró til að ná góðum tökum á tækninni og þá lærir maður miklu meira og á auðveldara með að halda áfram að smíða heima fyrir.

Þú munt læra

Helga leggur mikið upp úr því að nemendur geti haft frjálsar hendur í smiðinni en nái umfram allt góðum tökum á grunnþáttum í hefðbundinni silfursmíði. 
Í upphafi fer Helga í upprifjun á helstu grunnþáttum smíðinnar og einnig fær fólk í hendur bækling á íslensku um þessa þætti. 
Allir byrja á að smíða hring með steini sem kemur nemendum vel í gang og slípar þá kunnáttu sem menn hafa fyrir.

Enn frekar á þessu langa námskeiði getur  hver einstaklingur valið verkefnin eftir eigin höfði í framhaldinu og gert það sem hugurinn girnist.
Bæði er unnið mikið silfursög og  málsetningar en einnig fær loginn og klippurnar að ráða ferðinni, sköpunargleði hvers og eins ræður þó líka ríkjum.

Meira af tækjum og tólum verða í boði á þessu námskeiði s.s. málmvals (kennt að þynna efnið), ýmis málmforfmunartól og einnig hægt að fá þjónustí að gylla eða rhodium húða hluti.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

2024
Sept - Nóv
4.-6.
Uppselt
sold out
4049
Nóv - Feb
13.-5.

8 laus pláss
118.000 kr.

17-20

Nánari upplýsingar

Við skiptum gjaldinu til helminga, 50% gjald er greitt fljótlega eftir skráningu og restin þegar námskeiðið byrjar (eða umsamið ef hentar betur)  
 Handverksúsið skaffar allar græjur og þau grunnefni s.s. í póleringu, gaskveikinguna (ekki slaglóð) og allar hreinsunarvörur. 
Nemendur koma með það silfur, slaglóð og íhluti sem þeir vinna sín verkefni úr en í boði er að kaupa efnispakka sem Helga hefur valið (vír, plötur, slaglóð og steinn) á 20% afslætti (15.720 kr.)
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum silfursmíðaverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna 
 í Rauðagerði 25 í Reykjavík.