Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Stefán Haukur Erlingsson
Reynslubolti í gæða tréútskurði

Stefán hefur verið að skera út frá 11 ára aldri, foreldrar Stefáns keyptu sér útskorna hillu og fannst Stefáni þetta óþarfa kaup
því hann gæti hæglega skorið handa þeim svona hillu sem og hann gerði og ekki bara eina heldur nokkrar, 15 ára byrjaði hann
 í skurðlystaskóla Hannesar Flosasonar og var þar í tvö og hálft ár og afrekaði fyrstur manna að klára 7 stigið, aðeins 17 ára gamall.              
Nú 22 árum síðar er Stefán enn að og hefur alla tíð lagt áherslu á að takast á við meira krefjandi verkefni og staðna aldrei, og er
Stefán jafnvígur á lágmyndir sem og þrívídd. Stefán hefur í gegnum árin tekið að sér ýmiskonar verkefni og er jafnvígur á flestar ef
ekki allar tegundir tréskurðar og skreytt skilti, bækur, rifla ,húsgögn, fundarhamra, hnífa, og gert ýmiskonar styttur og skúlptúra svo
eitthvað sé nefnt. Stefán hannar mynstrin sín yfirleitt sjálfur, og hver hlutur einstakur því sama munstrið er yfirleitt ekki notað oft.
Stefán er einnig frumkvöðull í scrimshaw hér á landi en sú lystgrein byggist á því að skera eða rispa myndir í ýmisskonar bein og
setja síðan blek í rispurnar svo myndin komi í ljós þetta er mikil nákvæmnisvinna og krefst mikils þolinmæðis, Stefán hefur náð mjög
góðum tökum á greftri í bein og er jafnfætis þeim bestu erlendis í greininni. Stefán hefur einnig fengist við engraving í málma og margir
 hlutir eins og hnífar oft bæði skreyttir með scrimshaw og engraving.


Öll námskeið þessa leiðbeinanda