Lýsing á námskeiðinu
Í raun er hver þátttakandi sjálfstæður í sinni vinnu en heilmikil reynsla býr í svona hópi af fólki sem getur miðlað sín á milli.
Gullsmiður kemur í heimsókn einu sinni í mánuði í tvo tíma til að aðstoða við lausn mismunandi verkefni hjá nemendum eða tekur fyrir fyrirfram ákveðna tækni til að sýna.
Þú munt læra
Silfursmíðastofan er á annarri hæðinni í Handverkshúsinu í Rauðagerði þar sem við höfum breytt úr okkur í mjög björtu og opnu rými.
Hver þátttakandi hefur sitt uppsetta silfursmíðaborð með verkfærum, fræsara, gasbyssu, góðri lýsingu og öllu því helsta sem notað er í silfursmíði.
Allskonar formunargræjur s.s. púnslasett, málmsax, stór steðji, málmvals og fleira til ásláttar og formunar.
Slípun og pólering er í sér herbergi en þar eru fleiri tæki s.s. sýrupottur og stálpólering og allt til hreinsunar, slipunar og póleringar.
Ný puk-græja til að kaldkveikja smærri hluti s.s. hlekki saman og forkveikjka í flóknari verkefni nú eða viðgerðir á silfri.
Nánari upplýsingar
þetta er tilraunaverkefni hjá okkur í framhaldi af spjalli við nemendur sem hafa verið lengi á 10 vikna námskeiðinu okkar.
Við teljum þetta geta verið frábæra viðbót við okkar námskeiðaumhverfi þar sem fólk getur haldið hópinn, byggt upp skemmtilegan
félagsskap og unnið í áhugamáli sínu á ódýrari hátt en áður. Þessir hópar fá einnig sér afslátt af hráefni og verkfærum í verslun okkar á fyrstu hæð.
Einnig fá þátttakendur sértilboð á verkfærapakka til að geta haldið áfram að smíða heima fyrir.