Helga Ósk er gullsmiður og skartgripahönnuður að mennt, útskrifaðist sem gullsmiður árið 1995 og skartgripahönnuður frá Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 2010.
Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis.
Helga Ósk hefur tileinkað sér smíði víravirkis – búningasilfurs sem á sér rætur í klæðnaði íslenskra kvenna allt frá 16. öld.
Á 19. öldinni varð búningasilfur aðalviðfangsefni gullsmiða á Íslandi. Á seinni árum hefur kunnátta til búninga-silfursgerðar verið á undan-haldi, svo það má segja að það séu forréttindi fyrir Helgu að hún var hvött til að læra gamla handverkið og stór hluti vinnu hennar hefur farið í gerð og viðhald búningasilfurs.
Ásamt smíði og hönnunar skartgripa undir merkinu Milla, smíðar Helga allt hefðbundið búningasilfur eins og millur, upphlutsborða, beltispör, doppusett, ermahnappa, nælur og skúfhólka.

Öll námskeið þessa leiðbeinanda