Lauk sveinsprófi í gull- og silfursmíði 1977. Kynnti sér starfsemi norskra verkstæða um nokkurra mánaða skeið 1978 og dvaldi þar við nám og störf til 1979. Vorið 1990 fékk Hilmar styrk frá sjóði kenndum við Pamelu Sanders Brement til þess að sækja handverksnámskeið við Haystack mountain School of Crafts sem staðsettur er á Deer island í Main fylki USA á námskeiði í hnífasmíði. Hilmar hefur lagt sérstaka áherslu á smíði gullskartgripa og meðhöndlun og verslun með eðalsteina, sérstaklega demanta. Hilmar hefur víðtæka reynslu af fjölbreytilegri silfursmíði t.d. nytjahluti og skúlptúra ásamt víravirkissmíði. Hilmar hefur tekið þátt í fjölda sýninga og samkeppna í faginu og unnið til fjölda viðurkenninga. Hann hefur ritað fræðslugreinar í blöð og tímarit og leiðbeint á námskeiðum.
Öll námskeið þessa leiðbeinanda