Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Gerður útskurðinn að alvöru áhugamáli þínu
Handverk er heilsubót og eflir félagsskapinn

Upplýsingar Lengd: 4 dagar Verð: 34.000 kr.

Þetta námskeið er óvirkt!


Lýsing á námskeiðinu

Þetta námskeið flokkast sem framhaldsnámskeið fyrir fólk sem hefur eitthvað skorið í við og vill gera útskrðinn að áhugamáli sínu.  
Mjög vinsælt hefur verið á Íslandi í gegnum árin að vera hluti af áhugahópi sem sameinast í kringum áhugamálið sitt TRÉÚTSKURÐ.
Félagsskapurinn í slíkum hópum verður í raun fljótlega aðalatriðið og fólk eignast góða vini í slíku starfi.  
Kostur þessa námskeiðs er að hver einstaklingur getur þróað sinn skurðarstíl og valið verkefni sem honum hentar. 
Leiðbeinandinn getur einnig aðstoðað við verkefnaval og mun kynna ákveðin verkefni á námskeiðinu fyrir þá sem vilja og kenna mismunandi aðferðir.
Elsa mun t.a.m. kenna fólki yfirborðsmerðferð s.s. litun á útskurðarverkefnum sínum, sjá mynd af spegli sem dæmi.

Þú munt læra

Grunntækni Elsu útskurðarmeistar er Guðbrandsdals akantus frá Noregi en það er mikil dýpt í honum, stykkin eru einnig skorinn út að aftan til að fá fram meiri dýpt. 
Fólk getur samt haldið áfram með sinn grunnstíl og leiðbeinandi auðveldlega aðstoðað við áframhaldandi þróun eftir stöðu hvers og eins. 
Gestaleiðbeinandi mun koma inn  á þetta námskeið á einhverjum tímapunkti og sýna ákveðna tækni og aðstoða fólk með Elsu til gamans.

Næstu námskeið

10-13 mánudagsmorgnar

Nánari upplýsingar

Það er því tilraun okkar hér að byrja á slíku námskeiðsfyrirkomulagi að bjóða upp á lengri námskeið af deginum til. 
Hentar fyrir fólk sem hefur nógan tíma yfir daginn og vill iðka hugðarefni sín með ferskan huga og hönd.
Ákveðinn grunnpakki er innifalinn í námskeiðinu til að allir séu klárir að byrja strax þ.e. hráefni (Linditré heflað), tréútskurðarbók eða brýni.
Mánaðargjaldið er 34 þús (4 skipti) en markmið okkar er að ná saman góðum hópi sem vill halda áfram mánuð í senn og gera þannig útskurðinn að föstu áhugamáli yfir vetrarmánuðina.
ATHUGIÐ! Ellilífeyrisþegar og öryrkjar frá 25% afslátt á þessu námskeiði (dregst frá mánaðargjaldinu strax).
Góð kaffiaðstaða til að spjalla og fá sér bita hér upp á annarri hæðinni við hliðina á smíðastofunni okkar (þar er einnig kennd húsgagnasmíði, tálgun, tifsögun, brýnsla, hnífasmíði og trérennsli)
einnig sófar til að líta í bók og njóta sín eftir því hvernig liggur á manni hverju sinni.