Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Stærri og flóknari verkefni fyrir lengra komna
Hugsað fyrir á sem hafa lokið Húsgagnasmíði I eða eru vanir smíðum

Upplýsingar Lengd: 4 dagar Verð: 59.000 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Á  þessu námskeiði getur hver þátttakandi valið hvaða verkefni hann smíðar í samráði við Gústa eða fengið úthlutað hentugu verkefni.
Þátttakendur geta verið á allskonar getustigum og því metið í upphafi (eða eftir skráningu á námskeiðið) hvaða verkefni hentar
 eða gengur upp út frá tímalengd, reynslu og aðstöðu.
Einnig hægt að leggja undir Gústa hvernig hugmynd þína má nálgast eða hvort það sé yfirleitt gerlegt á svona námskeiði.
Þátttakendur skrá sig í fyrstu í einn mánuð sem lágmark (4 miðvikudagskvöld í 3 klst í senn).  Hver og einn metur svo í framhaldinu með Gústa
hvort verkefnið þarf lengri tíma og er þá hægt að bæta við vikum eftir hentugleika.

Þú munt læra

Sér smíðastofa var sett upp 2023 fyrir húsgagnasmíðina þegar Gústi byrjaði og setti fram nýja nálgun á fínsmíðikennslu.
Allskonar nýjungar í festilausnum, heflum og handverkfærum almennt en vélasalur okkar við hliðina telur allskonar slípivélar,
stóra og litla bandsög, afréttara og hefil, fína borðsög og aðrar sagir.
Hver þátttakandi mun læra ýmislegt hjá Gústa en erfitt að lýsa hér því hvert verkefni mun leiða af sér mismunandi nálganir.
Klárt er að allir munu einnig læra af hvort öðru í hópnum sérstaklega þegar um mörg mismunandi verkefni er að ræða hjá hverjum og einum.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar

Við bjóðum uppá vandaða smíðastofu fyrir alla fínvinnu þar sem hver nemandi er með sitt rými á góðu vinnuborði með allskonar verkfæri sem við útvegum.
Þó á svona löngu námskeiði þar sem vanir koma saman þá er æskilegt að menn taki með sér verkfæratöskuna og þrói sig áfram með eigin handverkfærum líka.
Vélasalurinn telur nokkrar vélar þmt. hefil og afréttara, stóra bandsög, borðsög, aðrar minni sagir og misstórar slípivélar.
Hver og einn þarf að greiða fyrir hráefnið í sitt verkefni (eða koma með það) og mikilvægt að skoða það vel með okkur í upphafi og fá tilboð í verkefnið.

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. 
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara sem getur komið upp vegna óviðráðanlegra orsaka, staðfestist með greiðsu á helmingi gjaldsins fljótlega eftir skráningu í heimabankanum.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum  handverkfærum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna 
 í Rauðagerði 25 í Reykjavík.