Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

TÁLGUN FUGLAR & FÍGÚRUR
Námskeið í tálgun á fuglum og fígúrum úr þurrum við

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 29.500 kr.

Þetta námskeið er óvirkt!


Lýsing á námskeiðinu

Stutt námskeið sem gefur miklar upplýsingar og þróaða tækni með nettum hnífum og útskurðarjárnum. 
Farið verður í grunninn á anatomiu fugla og fólks og hvernig hnífurinn getur nálgast viðfangsefni sitt. 
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á tálgun til að geta farið beint í þrívíddartæknina.  Þeir sem eru óvanir byrja fyrra kvöldið í ferskum við og æfa grunntækni tálgunar.

Þú munt læra

Fyrir þá sem vilja læra fíntálgun á fuglum og fólki. Farið í fínvinnu og tækni við augu, munn og andlit sem og þrívíddarhugsun í formun.
Á námskeiðinu læra nemendur frekari meðferð hnífsins auk þess koma fleiri hnífar við sögu svo sem v-járn. brýnslu hnífanna og umhirðu þeirra.  
Mismunandi viður er til skoðunnar og yfirborðsmeðferðir 

Nánari upplýsingar

Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir. 
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum tálguverkfærum og brýnsluverkfærum m fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.