Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Sérstakt námskeið í brýnslu útskurðarjárna
Tekur á helstu formum útskurðarjárna, verkfærum ofl.

Upplýsingar Lengd: 1 dagur Verð: 17.500 kr.

Lýsing á námskeiðinu

Allt útskurðarfólk þarf að brýna járnin sín vel og er það oft á tíðum ekki einfalt því formin eru fjölbreytt og getur verið nostur.
Þetta námskeið tekur á  tækni við brýnslu á öllum helstu útskurðarjárnum s.s. beinum, bognum (U) og V-járnum.
Bæði er notast við vatnssteina og demantsbrýni í handbrýnslu en einnig Tormek brýnsluvélar með öllum helstu stýringum og löndum sem eru sérhæft fyrir hvert útskurðarjárn.
Allir þátttakendur fá sýn handbrýni til notkunar og nokkrar brýnsluvélar uppsettar og er aðstaðan því öll til fyrirmyndar.
Mikilvægt er að nemendur komi með sín eigin útskurðarjár til brýnslu, frekar fleiri en færri.

Þú munt læra

Þú lærir að laga skörðuð útskurðarjárn og byggja upp bitformið uppá nýtt.
Þú lærir að nota mismunandi handbrýni bæði til formunar og póleringar á bitegginni.
Þú lærir að viðhalda járnunum og brýna þau þannig að þau endist lengur og sjaldnar þurfi að laga þau frá grunni.
Brýnsla með vönduðum vatnssteinum sem og demantsbrýnum. Notkun á Tormek hverfisteini og smergel er einnig kennd.Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar

Ætlast er til að þáttakendur komi með úskurðarjárnin sín meðferðis til brýnslu.
Vönduð útskurðarjárn eru dýr og því mikilvægt að vernda þau vel og viðhalda biti með réttum aðferðum.  Auðvelt að eyðileggja stálið í járninu með röngum brýnsluaðferðum s.s. ofhitun.
 Stutt námsmeið sem þetta skilað sér því fljótt til baka fyrir utan hversu mikilvægt er að járnin býti ávallt vel  :)
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum brýnsluverkfærum og vélum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna  í Rauðagerði 25 í Reykjavík.
ATHUGIÐ! MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GREIÐSLA Á NÁMSKEIÐSGJALDI SÉ STRAX EFTIR SKRÁNINGU OG SÆTIÐ ER EKKI TRYGGT FYRR.  KRAFAN BIRTIST Í HEIMABANKANUM