Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

Tálgun er skemmtilegt áhugamál - grunnnámskeið
Við komum loksins aftur út á land : ) Hellisand

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 19.000 kr.

Þetta námskeið er óvirkt!


Lýsing á námskeiðinu

Tálgunámskeið
 
Námskeiðið byggir á grunn tækni við tálgun og þarf því enga færni fyrirfram en námskeiðið er fyrir alla (frá 12 ára aldri).
Boðið er upp á fjölbreytt  og ólík verkefni annað hvort í gerð nytjahluta eða skrautmuna sem nýst geta sem gjafir eða til eigin nota.
Sköpun er megin markmið kennslunnar með von um að þú njótir þess sem best að læra tálgun og ferskar viðarnytjar.
 Allt er útvegað á námskeiðinu og efnið innifalið í gjaldinu.

Þú munt læra

Námskeiðið felur í sér að kenna nemandanum að tálga með hníf. Nemandinn tálgar í ferskan við sem er nýhöggvinn eins og alaskavíði og birki með morahníf sem fylgir með námskeiðinu og verður eign nemandans að því loknu. Nemandinn lærir að fara með hnífinn, halda biti í honum,  beita honum á mismunandi hátt í efnið. Nemandinn fær fræðslu um efniviðinn sem unnið er úr og hvar og hvenær sé best að afla hans. Vðfangsefnin tengjast aldri og þroska nemandans og visast til meðfylgjandi mynda.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar

Námskeiðið tekur yfir 2 x 3 klukkustundir samtals 6 klukkustundir eða 9 ke.
kennt er tvo mánudaga í röð frá kl. 17-20 (samtals 9 kennslustundir)
Námskeiðið er haldið á Hellissandi í smíðastofu grunnskólans.
Bæði fullorðnir og unglingar (frá 12 ára aldri) geta komið á þetta námskeið.
ATHUGIÐ! MIÐAÐ ER VIÐ AÐ GREIÐSLA Á NÁMSKEIÐSGJALDI SÉ STRAX EFTIR SKRÁNINGU OG SÆTIÐ ER EKKI TRYGGT FYRR.  Staðgreitt með greiðslukorti við skráningu (nema ef þú hefur ekki staðgreitt í verslun okkar á Dalvegi)
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum tálguverkfærum og brýnsluverkfærum  fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar á Dalvegi.