Handverkshúsið   |   Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi  |   Sími: 555-1212  

TRÉRENNSLI I
Grunnnámskeið í trérennsli - desnámskeiðin með jólaverkefnum

Upplýsingar Lengd: 2 dagar Verð: 64.500 kr.

Þetta námskeið er óvirkt!


Lýsing á námskeiðinu

Á þessu grunnnámskeiði verða öll helstu undirstöðuatriði í trérennsli kynnt.Farið er vel yfir rennibekkinn og öll helstu verkfæri og áhöld.
Þátttakendur læra að renna milli odda og í patrónu og allir taka eitthvað fallegt með sér heim.Þátttakendur þurfa ekki að koma með neitt með sér,
heldur útvegum við öll tæki og tól sem og hráefni í verkefnin.Hefti á íslensku fylgir námskeiðinu,
þar sem Andri hefur tekið saman upplýsingar um rennibekkinn, rennijárnin, yfirborðsefni og nokkur einföld verkefni.

Þú munt læra

Þú þarft ekki að kunna neitt í trérennsli eða öðru handverki til að koma á þetta grunnnámskeið í trérennsli. Sex mismunandi rennijárn eru notuð á námskeiðinu og farið er yfir hlutverk og beitingu þeirra.
Andri er líka alltaf með nokkur sérhæfðari rennijárn á staðnum sem hægt er að prófa.
Fyrst er prufukubbur renndur milli odda og þú nærð góðum tökum á rennijárnunum.
Svo gera allir 2 verkefni: kertastjaka úr íslensku birki og svo skál úr harðvið hússins.
Brýnsla er kynnt, slípun og yfirborðsmeðferð.
Þar sem aðeins 4 nemendur eru hverju sinni fá allir góða athygli og frelsi til að vinna á sínum hraða og gera nokkur mistök sem læra má af.
Nægur tími til að ná tökum á þessari skemmtilegu handverksgrein.

Leiðbeinandi

Næstu námskeið

Engin námskeið fundust

Nánari upplýsingar

kaffi og með því sem og bækur og gott andrúmsloft.
Vinnustakkar, öryggisgleraugu og hlífar á alla á staðnum.
Forföll tilkynnist með góðum fyrirvara og við leitumst við að bjóða í staðin þátttöku á næsta námskeiði þegar forföll vegna óviðráðanlegra orsaka koma upp (endurgreiðum ekki).
Námskeiðið skilar 12% afslætti til þátttakenda af öllum renniverkfærum og 8% af rennibekkjum fram yfir námskeiðið, nóg er að nefna skráninguna í verslun okkar í Rauðagerði 25 í Reykjavík.